Hestamannafélagið Léttir
Nú fer að líða að beitarhólfatímum og við opnum fyrir beit á Kaupangsbakka, í Skjaldarvík og síðast en ekki síst nýju landi Staðarey, um miðjan júní. Þeir aðilar sem ekki ætla að halda hólfum sínum í Skjaldarvík og Kaupangsbakka eru beðnir um að láta vita af því fyrir 26. maí á netfangið lettir@lettir.is.
Nokkur hólf hafa nú þegar losnað í Skjaldarvík og á Kaupangsbökkum sem hægt er að sækja um. Búið er að skipuleggja hólf í Staðarey og eru þau einnig laus til úthlutunar.
Þeir aðilar sem fá úthlutuð hólf í Staðarey þurfa að girða sjálfir eftir settum reglum. Settir verða niður hornstaurar til að afmarka hólfin en síðan fá allir staura og vír til að girða á milli.
Umsóknir um hólf á öllum stöðum á að skila á netfangið lettir@lettir.is fyrir 4. júní. Allir sem hafa hólf hjá Létti þurfa að vera félagsmenn. Þeir félagsmenn sem ekki hafa nú þegar hólf hjá Létti hafa forgang í öll hólfin.
Stjórn Léttis