lettir logo

  • Forsíða
  • Um félagið
  • Reiðhöllin
    • Nefndir
    • Lög Léttis
    • Drög úr fundagerðum
    • Saga félagsins
    • Formenn Léttis
    • Heiðursfélagar
    • Sörlastaðir
    • Gerast félagi
    • Aðgangur að Worldfeng
    • Fundagerðir
    • Ársreikningar Léttis
    • Siðareglur og hegðunarviðmið
    • Umhvefisstefna Léttis
  • Mót upplýsingar
  • Námskeið
  • Æskan
  • Dagskrá Léttis
  • Auglýsingar

lettir logo sm

03 Jún2022

Hagahólf Skjaldarvík og Kaupangsbakka

Flokkur: Óflokkað

lettir logo

 

Beitarhólfin í Skjaldarvík og Kaupangsbakka opna nú um helgina. Leigjendur eru beðnir um að huga að girðingum áður en sleppt er í hólfin og eins er hver og einn beðinn um að meta ástand síns hólfs m.t.t. hvort rétt sé að setja í það núna eða bíða eftir betri sprettu. Reikningar verða sendir á þá sem staðfestu áframhaldandi leigu. Nokkur hólf eru laus til umsóknar á báðum stöðum og hægt er að sækja um þau til og með 10. júní. Umsóknir skal senda á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir Skjaldarvík og This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir Kaupangsbakka. Dregið verður úr umsóknum til úthlutunar.

02 Jún2022

Léttisfélagar ATH

Flokkur: Efni á vef

Léttisfélagar ATH

Reiðleiðin frá hitaveitudælu á Laugalandi og niður í Raggarétt er lokuð vegna ófærðar og ræsin einnig hættuleg. 

30 Maí2022

Vormót Léttis Niðurstöður

Flokkur: Óflokkað

Vomót Léttis var haldið í blíðskapar veðri nú síðast liðna helgi. 

Voru þó nokkrir knapar mættir til leiks, allir prúðbúnnir og til í að hefja úti keppnistímabilið. Áhorfendur sleiktu sólina og nutu allir samvistar við hvorn annan. 

Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna.

En niðurstöður voru eftir farandi eftir úrslita sunnudaginn. Nánari niðurstöður má nálgast hér og í kappa appinu

Fjórgangur V2 barnaflokkur 

1. Guðrún Elín Egilsdóttir og Rökkvi frá Miðhúsum eink. 5.80

2. Áróra Heiðbjört Hreinsóttir og Demantur frá Hraukbæ eink. 5.13

3. Jósef Orri Axelsson og Aspar frá Ytri-Bægisá eink. 5.03

4.Ylva Sól Agnarsdóttir og Magni frá Dallandi eink. 5.00

5. Tanja Björt Magnsúsdóttir og Rósi frá Tunguhálsi I eink. 4.20

6. Anja Rán Ólafsdóttir og Eldfari frá Keldulandi eink 2.967

Tölt T3 barnaflokkur 

1. Guðrún Elín Egilsdóttir og Rökkvi frá Miðhúsum eink. 6.056

2. Áróra Heiðbjört Hreinsdóttir og Gullbrá frá Vatnsleysu eink. 4.778

3. Anja Rán Ólafsdóttir og Eldfari frá Keldulandi eink. 4.667

4. Viktor Arnbro Þórhallsson og Hljóður frá Sauðafellii eink.4.556

5. Ylva Sól Agnarsdóttir og Magni frá Dallandi eink 4.44

6. Tanja Björt Magnúsdóttir og Rósi frá Tunguhálsi 1 eink. 3.167

Fjórgangur V1 unglingaflokkur 

1. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal og Jökull frá Rauðalæk eink. 6.967

2. Bil Guðröðardóttir og Dögun frá Viðarholti eink. 6.50 

3. Auður Karen Auðbjörnsdóttir og Laufi frá Bjarnastöðum eink. 6.367

4. Sveinfríður Ólafsdóttir og Mánadís frá Akureyri eink.6.133

5. Áslaug Ýr Sævarsdóttir og Roði frá Ytri- Brennilhóli eink. 5.867

6. Aldís Arna Óttarsdóttir og Skáti frá Garðsá eink. 5.633

Fimmgangur F1 unglingaflokkur 

1. Auður Karen Auðbjörnsdóttir og Harpa frá Höskuldsstöðum eink 6.286

2. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal og Flinkur frá Steinnesi eink. 6.214

3. Margrét Ásta Hreinsdóttir og Dagur frá Björgum eink. 5.5

Tölt T1 unglingaflokkur 

1. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal og Freyðir frá Leysingjastöðum II eink. 7.056

2. Auður Karen Auðbjörnsdóttir og Gletta frá Hryggstekk eink 6.778

3. Bil Guðröðardóttir og Dögun frá Viðarholti eink. 6.50 

4. Sveinfríður Ólafsdóttir og Mánadís frá Akureyri eink. 6.167

5. Áslaug Ýr Sævarsdóttir og Roðði frá Ytri-Brennihóli eink. 5.889

6. Aldís Arna Óttarsdóttir og Þokki frá Úlfsstöðum eink 5.778

Fjórgangur V1 ungmennaflokkur

1. Egill Már Þórsson og Hryggur frá Hryggstekk eink. 7.067

2. Sofia Anna Margareta Baeck 6.467

Fjórgangur V2 fullorðinsflokkur

1. Rúnar Júlíus Gunnarsson og Valur frá Tóftum eink. 6.33

2. Alice Akkermann og Andrómeda frá Bakka eink.. 6.00 

3. Aldís Ösp Sigurjónsdóttir og Kristall frá Akureyri eink. 5.733

4. Hreinn Haukur Pálsson og Gutti frá Lækjarbakka eink. 5.50 

5. Iveta Borcová og Martell frá Hegrabjargi eink. 4.967

Fjórgangur V1 fullorðinsflokkur 

1. Guðmundur Karl Tryggvason og Assa frá Miðhúsum eink. 6.70 

2. Baldvin Ari Guðlaugsson og Eik frá Efri-Rauðalæk eink. 6.533

3. Klara Ólafsdóttir og Fjölnir frá Hólshúsum eink. 6.30 

4. Valgerður Sigurbergsdóttir og Sæla frá Akureyri eink 6.233

5. Atli Sigfússon og Kólga frá Akureyri eink. 6.10

6. Ásdís Helga Sigursteinsdóttir og Þráður frá Hrafnagili eink 5.967

Fimmgangur F2 fullorðinsflokkur

1. Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson og Hrappur frá Dalvík eink. 5.81

2. Aldís Ösp Sigurjónsdóttir og Rösk frá Akureyri eink. 5.69

3. Ari Björn Jónsson og Söl frá Þjóðólfshaga 1 eink. 5.262

4. Rúnar Júlíus Gunnarsson og Kopar frá Hrafnagili eink. 5.095

Fimmgangur F1 fullorðinsflokkur 

1. Fanndís Viðarsdóttir og Össi frá Gljúfurárholti eink. 6.976

2. Klara Sveinbjörnsdóttir og Snörp frá Meiri- Tungu 1 eink. 6.667

3. Baldvin Ari Guðlaugsson og Rut frá Efri-Rauðalæk eink. 6.357

4. Vignir Sigurðsson og Stillir frá Litlu-Brekku eink 6.19

5. Valgerður Sigurbergsdóttir og Seðill frá Brakanda eink 6.024

6. Guðmundur Karl Tryggvason og Sólbjartur frá Akureyri  eink 5.167

Tölt T7 fullorðinsflokkur 

1. Kolbrún Sif Jónsdóttir og Máneyjar Bleikur frá Keldulandi eink. 6.25

2. Alice Akkermann og Andrómeda frá Bakka eink. 6.083

3. Andrea Disque og Bauti frá Sauðárkróki eink 5.417

Tölt T2 fullorðinsflokkur 

1. Finnbogi Bjarnason og Leikur frá Sauðárkróki eink. 7.417

2. Egill Már Þórsson og Hryggur frá Hryggstekk eink. 7.167

3. Baldvin Ari Guðlaugsson og Hagalín frá Efri-Rauðalæk eink. 7.00

4. Guðmundur Karl Tryggvason og Bjarmi frá Akureyri eink. 6.958

5. Sigrún Rós Helgadóttir og Hjari frá Hofi á Höfðaströnd

6. Auður Karen Auðbjörnsdóttir og Hátíð frá Garðsá eink. 6.625

Tölt T3 fullorðinsflokkur

1. Rúnar Júlíus Gunnarsson og Valur frá Tóftum eink. 6.389

2. Steingrímur Magnússon og Steini frá Skjólgarði eink. 6.056

3.Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson og Hátíð frá Haga eink. 5.944

4. Kristján Þorvaldsson og Syrpa frá Sámsstöðum 2 eink5.778

5. Sofia Anna Margareta Baeck og Jarl frá Sámssstöðum eink. 5.778

6. Hreinn Haukur Pálsson og Gutti frá Lækjarbakka eink. 5.444

Tölt T1 fullorðinsflokkur 

1. Sigmar Bragason og Þorri frá Ytri-Hofdölum eink. 8.056

2. Finnbogi Bjarnason og Katla frá Ytra-Vallholti eink. 7.889

3. Egill Þórir Bjarnason og Dís frá Hvalnesi eink. 7.167

4. Guðmundur Karl Tryggvason og Assa frá Miðhúsum eink. 7.056

5. Valgerður Sigurbergsdóttir og Seðill frá Brakanda eink 6.667

6. Atli Sigfússon og Kólga frá Akureyri eink. 6.611

Gæðingaskeið

1. Klara Sveinbjörnsdóttir og Glettir frá Þorkelshóli 2 eink. 7.88

2. Þórhallur Þorvaldsson og Drottning frá Ysta- Gerði eink 7.25

3. Egill Þórir Bjarnason og Magnús frá Hvalnesi eink. 6.54

4. Hjörleifur Helgi Sveinbjarnason og Hrappur frá Dalvík eink. 6.42

5. Viktor Arnbro Þórhallson og List frá Svalbarða eink. 3.63

Flugskeið 100 m

1.Þórhallur Þorvaldsson og Drottning frá Ysta-Gerði tími 8.54

2. Hreinn Haukur Pálsson og Tvistur frá Garðshorni tími 8.56

3. Anna Duus og Fjöður frá Miðhúsum tími 8.68

4. Þorsteinn Björn Einarsson og Gerpla frá Hofi á Höfðaströnd tími 8.78

5. Margrét Ásta Hreinsdóttir og Dagur frá Björgum tími 10.68

 

Myndir koma síðar hér inn en eru komnar á facebook síðu Léttis

 

27 Maí2022

Króksstaðareið 2022

Flokkur: Efni á vef

Króksstaðareiðin tókst vel í blíðskapar veðri 20. maí síðastliðin. Fólk og hesta nutu sín vel. Vel heppnað kvöld hjá Fluguhestafjölskyldunni. Þau þakka öllum kærlega fyrir komuna. Krok221Krok222Krok223Krok224Krok225Krok226Krok227Krok228

26 Maí2022

Vormót Léttis 28-29 maí 2022

Flokkur: Óflokkað

Vormót Léttis verður haldið helgina 28-29 maí. 

Hér koma dagskrá, og ráslistar en þá má einnig nálgast þá í Kappa appinu

Hvetjum knapa og forráðamenn til að fylgjast með kappa appinu, þar koma strax inn ef einhverjar breytingar verða á ráslistum

Eingöngu verða riðin úrslit í T7 þar sem eingöngu 3 voru skráðir til leiks

Laugardagur

Hefjum forkeppni kl 9:00

V1 ungmennaflokkur

V1- unglingaflokkur 

V2- barnaflokkur 

V2- Fullorðinsflokkur 

V1- Fullorðinsflokkur 

F1- unglingaflokkur

Matur 

F2- fullorðinsflokkur

F1- Fullorðinsflokkur 

T3 barnaflokkur

T2 fullorðinsflokkur 

T3 Fullorðinsflokkur 

T1 unglingaflokkur 

T1 Fullorðinsflokkur

T7 úrslit

Skeið 100 

Sunnudagur. úrslita dagur

Hefjum úrslit kl 9:00

V1 ungmennflokkur 

V1 unglinga 

V2 barna 

V2 fullorðin 

V1 fullorðin 

F1 unglingar 

Matarhlé 

F2 fullorðin 

F1 fullorðin 

T3 barnaflokkur 

T2 fullorðinsflokkur 

T3 fullorðinsflokkur 

T1 unglingaflokkur 

T1 fullorðinsflokkur

Gæðingaskeið

25 Maí2022

Landakaup Léttis

Flokkur: Óflokkað

Í kvöld var félagsfundur haldinn í Skeifunni þar sem rædd voru áformuð kaup Léttis á hluta Staðareyjar gengt Kaupangsbakka. Þrjátíu manns mættu á fundinn og voru kaupin samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.stadarey

24 Maí2022

Vormót Léttis skráningarfrestur

Flokkur: Óflokkað

Vormót Léttis verður haldið 28-29 maí næstkomandi

Skráningarfrestur er í kvöld 24 maí

Ef það eru einhverjar spurningar hafið endilega samband á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Mótanefnd

24 Maí2022

Rafmagnsstæði á LM

Flokkur: Óflokkað

Við Léttisfélagar eigum frátekin rafmangsstæði á Landsmóti Hestamanna á Gaddstaðaflötum. Laus eru 6 stæði, ef áhugi er á að fá stæði má endilega senda póst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir miðnætti á fimmtudag.

Stjórn Léttis

20 Maí2022

Næturhólfið á Melgerðismelum hefur verið opnað

Flokkur: Óflokkað

Melanefndin er búin að gera allt klárt á Melunum þannig að nú er um að gera að skella sér í góðan reiðtúr. Hnakkageymslan er klár með nýju gasgrilli þannig að gott er að taka með sér grillkjöt frá Kjarnafæði. Við skulum fara upp með hitaveiturörinu að Höskulsstöðum og í Laugaland þangað til bakkarnir verða orðnir alveg þurrir.

18 Maí2022

Anton Páll með námskið fimmtudag og föstudag 2-3. júní

Flokkur: Óflokkað

Anton páll 2 3 júní

17 Maí2022

Vormót Léttis

Flokkur: Óflokkað

17 Maí2022

Félagsfundur Léttis

Flokkur: Óflokkað

Stjórn Hestamannafélagsins Léttis boðar til félagsfundar  miðvikudaginn 25. maí 2022, klukkan 20.

Eitt mál er á dagskrá:

Stjórn Léttis hefur gert samkomulag um kaup á Staðarey sem er 19 hektara landsvæði milli austustu kvíslar og mið kvíslar Eyjafjarðarár. Samningur þessi er gerður með fyrirvara um samþykki félagsmanna Léttis.

Stjórn Léttis hvetur félagsmenn til að mæta og taka skýra afstöðu um samning þennan.

12 Maí2022

Fréttarit Léttis - Apríl/Maí 2022

Flokkur: Efni á vef

2. apríl fór fram fimmgangur í G. Hjálmarsson deildinni. Í 1. sæti í 1.flokk var Fanndís Viðarsdóttir og Össi frá Gljúfurárholti með einkunnina 7.07 og sigurvegarinn í 2. flokk var Ester Anna Eiríksdóttir og Mist frá Eystra-Fróðholti með einkunnina 5.85. Einnig fór fram fimmgangur og Tölt T7 í B.e mótaröðinni. Í 1. sæti í Tölt T7 barnaflokki var hún Guðrún Elín Egilsdóttir og Rökkvi frá Miðhúsum með einkunnina 6.5. Í fimmgangi unglingaflokk sigraði Embla Lind Ragnarsdóttir og Mánadís frá Litla-dal með einkunnina 6.88 og í fimmgangi ungmennaflokk sigraði Egill Már Þórsson og Dögun frá Skriðu með einkunnina 5.97.

7. apríl var Ragnar Stefánsson dómari með fyrirlestur um Sýningartækni - samspil knapa og hests. Þar sem allir voru velkomir. Einnig var Ragnar með fyrirlestur fyrir börn og unglinga um keppnisþjálfun 18. apríl og var með framhald af því 19. apríl þar sem knaparnir gátu mætt með hest.

Á föstudaginn 8. apríl var haldin vígslu gleði í reiðgerðinu okkar og boðið upp á veitingar í tilefni dagsins. Fullt af fólki kom og skemmti sér vel og það er gaman að sjá hvað gerðið er búið að slá í gegn og mikið notað.

11. apríl var opinn umræðufundur um reiðstígamál í landi Akureyrabæjar.

Miðvikudaginn 13. apríl hélt æskulýðsnefnd gistipartý upp í skeifu fyrir alla krakka á aldrinum 10-16 ára og var margt brallað á því kvöldi. Ívar Helga spilaði á gítar og söng með hópnum, mikið sungið og hlegið.

Árlega páskamótið okkar Líflandsmót Æskunnar og Léttis var haldið laugardaginn 16. apríl. Gaman var að sjá hvað allir voru glaðir og kátir og skemmtu sér vel. Á þessu móti var keppt í T7, T3, V3, V2 og F3, en einnig fengu pollarnir okkar að spreyta sig, framtíðarknapar þar á ferð. Þar fengu allir sem tóku þátt þátttökupening og páskaegg.  Reyndar fengu allir þátttakendur mótsins páskaegg í boð Líflands, Lífland gaf einnig verðlaunin á þessu móti.

23. apríl var haldin Norðlenska Hestaveislan 2022 sem hófst á frábærum mat í Skeifunni sem margir mættu í. Hófst sýningin á atriði í minningu Sölva Sölvasonar sem lést í Desember 2021 aðeins 23 ára að aldri eftir erfið veikindi. Sýningar kvöldsins voru ekki af verri endanum. Hreint stórkostlegar sýningar. Þar á meðal bjartasta vonin valin, Egill Már Þórsson. Margar flottar ræktunarsýningar og stóðhestar, verðlaunaafhendingar, skrautreiðar og fleira. Sem endaði á stórsýningu hjá Vilborgu Smáradóttur og Sigurs frá Stóra-Vatnsskarði. Ekki klikkuðu þulirnir okkar frábæru, Jón Kristófer og Hulda Geirs. Síðast en ekki síst var magnað ball í Skeifunni okkar og dansað langt fram á nótt. Mjög vel heppnuð helgi hjá Viðburðarnefnd.

26. apríl mættu 10 krakkar á skeiðæfingu í tilsögn Svabba Hreiðars og Sveins Inga dómara í Léttishöll. Stefnt er á að fleiri svona æfingar úti í vor. 

 27. apríl var aðalfundur Léttis haldin upp í Skeifu og var margt um manninn og gaman að sjá að um 130 manns mættu á aðalfund. Kosið var í nýja stjórn. Út fóru Camilla Höj og Ragnar Sigfússon og inn komu Ágústa Baldvinsdóttir og Sylvía Sól Guðmundsdóttir. Vignir Ingþórs situr áfram. Einnig var kosið um formann og í framboði voru Dagbjartur Halldórsson og Inga Björg Ólafsdóttir. Dagbjartur var endurkjörinn formaður.

1. maí var Lokamót G. Hjálmarsson deildarinnar og keppt var í tölti og 100m P2 flugskeiði í gegnum höllina. Í 1. flokk tölti T1 sigraði Viðar Bragason og Þytur frá Narfastöðum með 7.5, í 2. flokki tölt T3 sigraði Svanur Berg Jóhannsson og Stormur frá Feti með 6.5. Sigurvegari í 1. flokki í skeiðinu var Sveinbjörn Hjörleifsson og Drífa Drottning frá Dalvík á tímanum 5.13 og í 2. flokk var það Hjörleifur Helgi Sveinbjörnsson og Náttar frá Dalvík á tímanum 5.62.

Einstaklingskeppnin í G. Hjálmarsson deildinni fór því svona: Í 1. sæti í 1. flokk var það Guðmundur Karl Tryggvason með 77 stig og í 2. flokk Hreinn Haukur Pálsson (Daddi) 83 stig.

 Einnig var lokamót B.e mótaraðarinnar 1 maí og keppt var í tölti og 100m P2 flugskeið í gegnum hölina. Jöfn í 1.sæti voru þau Guðrún Elín og Arnór Darri með 6.389 og eftir dómararöðun var það Guðrún Elín Egilsdóttir og Rökkvi frá Miðhúsum sem sigraði barnaflokk Tölt T1. Sigurvegari í unglingaflokki T1 var Auður Karen Auðbjörnsdóttir og Gletta frá Hryggstekk með 7.11 og í ungmennaflokki T1 sigraði Egill Már Þórsson og Hryggur frá Hryggstekk með 6.944. Sigurvegari í flugskeiði unglingaflokki var Auður Karen Auðbjörnsdóttir og Harpa frá Höskuldsdóttir með tíman 5.47 og í ungmennaflokki var það Hulda Siggerður Þórisdóttir og Áttund frá Hrafnagili með tíman 5.8. 

 Einstaklingskeppnin í B.e mótaröðin fór því svona: Í barnaflokki var það hún Guðrún Elín Egilsdóttir með 89 stig. Í unglingaflokki var það Embla Lind Ragnarsdóttir með 88 stig og í ungmennaflokki sigraði Egill Már Þórsson með 79 stig.

 Hestamannafélagið Léttir ætlar að bjóða upp á keppnisæfingar fyrir alla knapa í barna, unglinga og ungmennaflokki. Valgerður Sigurbergsdóttir sem er að útskrifast núna eftir þriggja ára nám frá Háskólanum á Hólum með B.Sc í reiðmennsku og reiðkennslu verður með keppnisæfingarnar. Umsóknir skal senda á lettir @ lettir.is fyrir 15. maí næstkomandi. 

Nú á dögunum komu frambjóðendur X-M fyrir Akureyri í heimsókn upp í Skeifu og sýndi félaginu áhuga og er með á stefnuskrá sinni að hlúa að reiðstígum ásamt öðrum stígum.

09 Maí2022

Vala heldur keppnisæfingar

Flokkur: Óflokkað

Hestakrakkar athugið!

Hestamannafélagið Léttir ætlar að bjóða upp á keppnisæfingar fyrir alla knapa og þeirra hesta í barna, unglinga og ungmennaflokk. Markmiðið með þessum keppnisæfingum er að efla og styðja við unga knapa til að keppa og takast á við stærri verkefni innan hestamennskunnar. Við höfum fengið með okkur í lið Völu Sigurbergsdóttir en hún er að útskrifast núna eftir þriggja ára nám frá Háskólanum á Hólum með B.Sc í reiðmennsku og reiðkennslu. Við hvetjum alla til þess að vera með, það er Landsmóts ár framundan. Umsóknir skal senda á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 15.maí næstkomandivalavalai

 

09 Maí2022

Norðlenska hestaveislan 2022 - Myndir

Flokkur: Efni á vef

Þórir Tryggvason tók mikið af flottum myndum á Norðlensku Hestaveislunni 2022,

ef þú hefur áhuga á að kaupa myndir endilega hafðu samband við Þóri í síma 8983357.

nord3nord2nord4nord5nord6nord7nord8nord9

08 Maí2022

Niðurstöður úr einstaklingskeppnum Léttis 2022

Flokkur: Efni á vef

Í báðum mótaröðunum sem við höldum er einstaklingskeppni og
voru efstu knapar verðlaunaðir í báðum mótaröðum eftir lokamótin í gær sunnudag.
Í B.E meistaramóti Æskunnar fóru leikar þannig eftir æsi spennandi tímabil
Í barnaflokk
1. Guðrún Elín Egilsdóttir með 89 stig
2. Arnór Darri Kristinsson með 87 stig
3. Ylva Sól Agnarsdóttir með 59 stig
4. Áróra Heiðbjört Hreinsdóttir með 57 stig
5. Anja Rán Ólafsdóttir 21 stig
Í unglingaflokk
1. Embla Lind Ragnarsdóttir með 88 stig
2. Bil Guðröðardóttir með 83.5 stig
3. Auður Karen Auðbjörnsdóttir með77 stig
4. Sveinfríður Ólafsdóttir með 50 stig
5. Aldís Arna Óttarsdóttir með 48 stig
Í ungmennaflokk
1. Egill Már Þórsson með 79 stig
2. Hulda Siggerður Þórisdóttir með 72.5 stig
3. Eyþór Þorsteinn Þorvarsson með 65.5 stig
4. Ingunn Birna Árnadóttir með 54.5 stig
5. Anna Kristín Auðbjörnsdóttir með 46 stig
Í G.Hjálmarssondeildinni var ekki minni spenna og fóru leikar þannig að
Í 2. flokk
1. Hreinn Haukur Pálsson (Daddi Páls) með 83 stig
2. Svanur Berg Jóhannson með 58 stig
3. Steingrímur Magnússon með 37 stig
4.-5. Hjörleifur Sveinbjarnarson með 24 stig
4.-5. Rúnar Júlíus Gunnarsson með 24 stig
Í 1 flokk
1. Guðmundur Karl Tryggvason með 77 stig
2. Viðar Bragason með 72 stig
3. Tyggvi Björnsson með 68 stig
4. Vignir Sigurðsson með 47 stig
5. Fanndís Viðarsdóttir með 36 stig
Loka12022loka22022loka32022loka42022loka52022
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • ...
  • 10
 
+7
°
C
High:+7
Low:+5
 
Wed
 
Thu
 
Fri
 
Sat
 
Sun

Hliðarvalmynd

  • Hestaveisla
  • Forsíða
  • Sendu okkur póst
  • Heimsóknir

 

Byko

 

lifland

© 2012 Hestamannafélagið Léttir | Safírstæti 2 | 603 Akureyri | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | Kennitala: 430269-6749
  • Forsíða
  • Um félagið
  • Reiðhöllin
  • Mót upplýsingar
  • Námskeið
  • Æskan
  • Dagskrá Léttis
  • Auglýsingar