Reiðhöllin
Reiðhöllin
Umferða- og umgengnisreglur í reiðhöll Léttis í opnum tímum.
Til að fá lykil/aðgang að reiðhöllinni verður viðkomandi að vera félagsmaður í Létti. Lyklum sem eru notaðir af öðrum en þeim sem skráðir eru á viðkomandi lykil verður lokað.
Hægt er að leigja höllina undir reiðkennslu og skal þá hafa samband við formann/framkvæmdastjóra til að panta tíma. Óheimilt er að vera með reiðkennslu í opnum tímum reiðhallarinnar.
Til að fá lykil/aðgang að reiðhöllinni verður viðkomandi að vera félagsmaður í Létti. Lyklum sem eru notaðir af öðrum en þeim sem skráðir eru á viðkomandi lykil verður lokað.
Hægt er að leigja höllina undir reiðkennslu og skal þá hafa samband við formann/framkvæmdastjóra til að panta tíma. Óheimilt er að vera með reiðkennslu í opnum tímum reiðhallarinnar.
- KNÖPUM BER AÐ HREINSA UPP EFTIR HESTANA SÍNA og eru verkfæri til þess staðsett í reiðsal og/eða hesthúsi.
- Bæði notendur hallarinnar og gestir eru ávallt í höllinni á eigin ábyrgð. Börn yngri en 16 ára noti reiðhöll einungis í fylgd með forráðamanni.
- Látið aðra vita áður en teymt er inn á völlinn í virðingarskyni við þá sem fyrir eru á hallargólfinu. Farið á bak og af baki inn á miðjum vellinum en ekki á reiðleiðum í útjaðri vallar.
- Hlið inn á reiðvöllinn á alltaf að vera lokað þegar hross og knapar eru inni á reiðsvæðinu.
- Fetgangur skal riðinn á innri sporaslóð þegar aðrir knapar ríða á hraðari gangtegund á ytri sporaslóð. Þeir sem ríða hægari gangtegund skulu ávallt víkja fyrir þeim er hraðar fara.
- Tvær hestlengdir skulu ávallt vera á milli hesta. Ekki má hafa tvo hesta til reiðar þegar aðrir eru í salnum.°Þegar riðið er upp á vinstri hönd á að fylgja ystu sporaslóð.
- Hægri hönd skal víkja á innri sporaslóð. Knapi sem ríður bauga, á hringnum, eða aðrar reiðleiðir inni á velli veitir þeim forgang sem ríða allan völlinn á sporaslóð.
- Ekki má stöðva hestinn á ystu sporaslóð. Ef stöðva þarf er best að gera slíkt inni á miðjum velli nema um annað sé samkomulag þeirra í milli er stunda æfingar á vellinum hverju sinni.
- Hringtaumsvinna fer engan veginn saman við þjálfun í reið og er einungis leyfð þegar laus hringgerði eru uppsett í höllinni.
- Forðast skal að ríða þvert í veg fyrir aðra knapa og fylgja ber hefðbundnum reiðleiðum á vellinum.
- Ekki má hafa lausa hesta á vellinum ef aðrir knapar eru þar inni.
- Knapar skulu sýna kurteisi og tillitssemi og forðast óróa eða hávaða.
- 4-5 pör meiga vera inni á stóra vellinum hverju sinni og 3-4 pör meiga vera inni á hálfum vellinum í einu. Æfingatími á par er að hámarki 20 mínútur í einu.
- Hjálmaskylda er í reiðhöllinni
- Hundar eru bannaðir í reiðhöllinni.
- Sýnum hvort öðru tillitssemi og hjálpum hvort öðru eftir fremsta megni.
- Reikingar og notkun áfengis og/eða annarra vímuefna er bönnuð.
- Ekki er heimilt að opna hurðir þannig að hægt sé að hleypa eða skeiðleggja í gegn um höllina nema með leyi formanns/framkvæmdastjóra og að öryggisleiðarar og öryggissvæði séu uppsett og tryggð utan sem og innan hallarinnar.
Verðskrá reiðhallarinnar 2024.